Að mörgu að hyggja
Þegar ráðist er í byggingaframkvæmdir þarf verkkaupi að huga að mörgum þáttum. Eitt að því sem skiptir máli er að gera sér grein fyrir því hvort meistarinn sem ráðinn er til verksins sé í meistarafélagi. Slík félög veita ákveðið aðhald sem getur komið sér val fyrir báða aðila, t.d. ef upp kemur ágreiningur um verkið og óska þarf mats þriðja aðila á einhverjum atriðum.
Mikilvægi verksamninga og verklýsinga
Verksamningur á skilyrðislaust að vera gerður fyrir öll verk þar sem fram koma helstu upplýsingar um framkvæmdina, hvaða gögn séu hluti af samningnum, hvaða ábyrgðir þurfa að liggja fyrir, hvernig tryggingum skuli háttað, hvaða fyrirkomulag skuli viðhaft varðandi greiðslur fyrir verkið og hver skuli útvega það efni og áhöld og tæki sem til verksins þarf. Þá skal í slíkum samningi einnig gera grein fyrir skipulagi við verkið, verklokum og fleiru eftir atvikum hverju sinni.
Í samningsdrögunum hér að neðan eru dregin fram helstu þættir verksamnings og geta samningsaðilar síðan fyllt inn í samningseyðublaðið.
Til að auðvelda samskipti verkkaupa og verktaka er hér sett fram dæmi um verksamning
sem tekur á helstu samningsatriðum í samskiptum verkkaupa og verktaka. Ath. að hér
er eingöngu um drög að ræða sem þarf að staðfæra og aðlaga hverju verki fyrir sig allt
eftir umfangi og eðli verksins.
Verksamningur
1. gr.
Við undirritaðir________________________________________________________
kennitala : _______________ , heimilisfang: ________________________________
hér eftir nefndur verkkaupi
og __________________________________________________________________
kennitala: _______________ , heimilisfang: _________________________________
________________ meistari, hér eftir nefndur verktaki gerum með okkur eftirfarandi
VERKSAMNING.
2. gr.
Verktaki tekur að sér að:
_____________________________________________________________________
_____________________________________________________________________
_____________________________________________________________________
Verkið skal unnið í samræmi við þau gögn sem nefnd eru í 3. gr.
3. gr.
Verkið skal unnið í samræmi við eftirtalin gögn:
1. Útboðsgögn og verklýsingu dags. ______________________________________
2. Teikningar ________________________________________________________
3. Tilboð verktaka ____________________________________________________
4. Íslenskan staðal ÍST 30
5. Framlagða verkáætlun dags. __________________________________________
6. Að öðru leyti skal verkið unnið í samræmi við gildandi lög og reglugerðir á
hverjum tíma.
4. gr.
Fyrir verkið greiðir verkkaupi verktaka kr. __________________________________
með þeim breytingum sem samningsgögn gera ráð fyrir, þ.e.____________________
_____________________________________________________________________
Innifalið í samningsverðinu er:
Allur efniskostnaður, kostnaður við vinnu, vélar, áhöld, vinnuaðstöðu, tryggingar,
flutninga o.s.frv. svo og öll þau lög- og samningsbundin gjöld sem leiða af því að hafa
menn og tæki í vinnu og selja efni og vinnu. þ.m.t. virðisaukaskatt.
5. gr.
Samningsfjárhæðina greiðir verkkaupi samkvæmt ákvæðum í útboðslýsingu:
_____________________________________________________________________
_____________________________________________________________________
Verktaki getur lagt fram reikninga fyrir verkið á ______ daga/vikna fresti. Samþykki
verkkaupi/umsjónarmaður reikningana verða þeir greiddir innan _______________
daga/vikna frá framlagningu.
Verkkaupa er heimilt að halda eftir 5% af hverjum reikningi sem geymslufé meðan á
verkframkvæmdum stendur og verður geymslufé þetta greitt verktaka __________
___________________________ dögum/vikum eftir að lokaúttekt hefur farið fram
og verktaki telst hafa fullnægt skyldum sínum samkvæmt samningi þessum.
Geymsluféð er verðtryggt með sama hætti og aðrar greiðslur skv. verksamningi.
Ákvæði greinarinnar eiga ekki við ef aðilar leggja fram framkvæmdatryggingu
skv. 7. gr samnings þessa.
6. gr.
Til tryggingar því að aðilar standi við skyldur sínar samkvæmt samningi þessum, skal
hvor um sig leggja fram tryggingu. Upphæð tryggingarinnar skal nema 10 % af
samningsfjárhæðinni. Í tryggingarskjalinu skulu tilgreind skilyrði þess að
samningsaðilar geti leyst til tryggingarféð til sín.
7. gr.
Verktaki skal vinna þau breytinga- og/eða aukaverk sem verkkaupi/eftirlitsmaður
óskar eftir, enda sé verktaka það mögulegt vegna annarra verka sem hann kann að
hafa tekið að sér. Verkkaupi skal greiða verktaka allan kostnað sem af þessum
breytinga- og/eða aukaverkum leiðir. Allar yfirlýsingar um breytingar skulu vera
skriflegar, svo og kröfugerð og samningar. Með breytinga- og/eða aukaverkum er átt
við verkliði sem ekki eru tilgreindir í magntöluskrá.
Ef ófyrirséðar breytingar verða á verkinu ss. breytingar á magntölum skal verktaki
tafarlaust tilkynna verkkaupa/umsjónarmanni um þær breytingar.
Verkfundir skulu haldnir á ________ daga/vikna fresti. Verkfundi skulu sitja einn
fulltrúi verkkaupa, einn frá verktaka og eftirlitsmaður.
8. gr.
Verktaki skuldbindur sig til að hefja verkið __________________________________
____________________ og skal því lokið __________________________________
Dragist verklok fram yfir tilsettan tíma skal verktaki greiða verkkaupa févíti, sem
nemur kr. ________________ fyrir hvern almanaksdag sem verkið dregst fram yfir
umsamin verklok.
9. gr.
Verktaki skal vera ábyrgðatryggður fyrir því tjóni sem hann eða starfsmenn hans
kunna að valda verkkaupa eða öðrum á meðan á verkinu stendur.
10. gr.
Samningur þessi er gerður í tveimur samhljóða eintökum, einu fyrir hvorn
samningsaðila. Rísi mál út af samningi þessum skal reka það fyrir Héraðsdómi
Norðurlands eystra.
11. gr.
Annað sem aðilar vilja taka fram:
_____________________________________________________________________
_____________________________________________________________________
_____________________________________
Staður Dags.
Verktaki.
_____________________________________
_____________________________________
Verkkaupi.
_____________________________________
_____________________________________
Vitundarvottar að réttri dagsetningu og undirskriftum aðila:
___________________________ kt: ____________________
___________________________ kt: ____________________