100% endurgreiðsla virðisaukaskatts
Til að fá virðisaukaskattinn endurgreiddan þarf að húseigandi/húsbyggjandi að halda til haga frumritum af öllum reikningum iðnaðarmanna sem greiddir hafa verið vegna vinnu á byggingarstað, ath. að reikningarnir þurfa að vera sundurliðaðir í efni og vinnu. Reikningunum ásamt útfylltu eyðublaði Ríkisskattstjóra RSK 10.17 http://www.rsk.is/ws/cm/file/rsk_1017.is.pdf ef um er að ræða vinnu við nýbyggingu eða RSK 10.18 http://www.rsk.is/ws/cm/file/rsk_1018.is.pdf ef um er að ræða vinnu við viðhald eða endurbætur á húsnæðinu á síðan að koma til skattstjóra í viðkomandi umdæmi sem endurgreiðir virðisaukaskattinn.