Mannvirkjafréttir frá Samtökum iðnaðarins

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði hefur skilað inn umsögn um húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarbæjar.

Meistaradeild SI hefur sent menntamálaráðherra ályktun með hvatningu um að flýta framkvæmdum við verknámsskóla.

Rætt er við Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI, í Viðskiptablaðinu um innleiðingu CRR III.

Halldór Eiríksson, arkitekt og formaður SAMARK, skrifar um arkitektúr á Vísi. 

Félagatal

Félagatal

Listi yfir aðila og fyrirtæki sem eru félagar í Meistarafélagi byggingamanna á Norðurlandi.
Finna meistara

Finna meistara

Það sést hvaða verk eru meistaraverk.
Þú finnur þinn meistara á meistarinn.is

Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi

Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi er félag meistara og fyrirtækja í löggiltum byggingargreinum á Norðurlandi. 

Markmið félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og stuðla að faglegum vinnubrögðum í greininni. Félagið vinnur meðal annars að aukinni menntun, verkkunnáttu og vandvirkni í byggingariðnaði og er félagsmönnum til aðstoðar í öllu sem viðkemur atvinnurekstri þeirra. Félagið hefur einnig komið sér upp sinni eigin gæðahandbók. 

Stofnun félagsins

Meistarafélag Akureyrar var stofnað 17. desember 1928, en heitir í dag Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi.

Félagsmenn

Félagsmenn Meistarafélags byggingamanna á Norðurlandi eru aðallega í byggingariðnaði. 

Samtök iðnaðarins

Félagið og aðildarfyrirtæki þess eru aðilar að Samtökum iðnaðarins sem eru heildarsamtök iðnaðarins í landinu með rúmlega 1300 fyrirtæki innan sinna raða, bæði stór og smá, þar á meðal öll helstu bygginga- og verktakafyrirtæki landsins.